Skip to main content

Karfan þín

Your cart is currently empty.
Click here to continue shopping.

Ilmsturtan - Hleyptu náttúrunni inn

Ilmsturtan - Hleyptu náttúrunni inn

Ilmsturtan er köld "þurrgufusturta" með íslenskum ilmkjarnaolíum framleiddum af Nordic angan. Ilmurinn skilar sér sem köld þurrgufa út í andrúmsloftið. Skógarloftið veitir ekki aðeins vellíðan heldur eru sterkar vísbendingar um að það bæti ónæmiskerfið okkar. Þróunarvinna Nordic angan frá byrjun hefur meðal annars falist í rannsóknarvinnu, efnagreiningu á hátt í þriðja tug íslenskra jurta. Verkefnð snerist um að rannsaka plöntur, grös og tré sem innihalda ilmkjarnaolíur og, með mismunandi eimingaraðferðum að einangra þær í formi ilmkjarnaolíu eða kjarnamassa/”absolute". Þessi aðferð hefur hvorki verið notuð né skjalfest á íslenskum plöntum, grösum og trjám og er þessi rannsóknarvinna mikilvægur þáttur í menningararfleifð okkar Íslendinga sem höfum frá örófi alda notast við náttúrumeðferð við öllum þeim kvillum sem okkar formæður- og feður hafa þurft lækningu eða líkn við.

Skógarböð - Shinrin-yoku

Skógarböð eða Shinrin-yoku (sem þýðir í raun bara að vera í návist trjáa) urðu hluti af opinberri heilsuáætlun í Japan árið 1982. Rannsóknir japanskra og kóreskra vísindamanna, m.a. í Nippon Medical School í Tokyo og Chiba University, hafa sýnt fram á að skógarböð lækka blóðþrýsting, draga úr streituhormónum, bæta ónæmiskerfið og almenna vellíðan. Ástæðuna má finna í ilmkjarnaolíum eða phytoncides sem trén framleiða og gefa frá sér til að verjast bakteríum og skordýrum og hefur einnig sýnt fram á heilsubætandi áhrif fyrir mannslíkamann. Skógarloftið hefur því ekki eingöngu hugræn vellíðunaráhrif á okkur manneskjur heldur benda rannsóknir til þess að það bæti ónæmiskerfið.

Fyrir þau sem njóta ekki þeirra forréttinda að komast útí skóg reglulega færir Nordic angan: Ilmsturtuna - hleyptu náttúrunni inn. Njóttu þess að anda að þér heilsubætandi ilm skógarins og baða þig i angan íslenskrar náttúru.

Ilmsturta Nordic angan var frumsýnd á HönnunarMars 2019 í Fischer. Nú hefur ilmsturtan verið sett upp í ilmhúsi Madison en þar býður Nordic angan gestum Madison í endurnærandi og heilandi ilmskógarferð.

Madison ilmhús Aðalstræti 9 101 Reykjavík
Opnunartimar:
Virka daga: 12:00 - 18:00.
Laugardaga: 12:00 - 17:00.