Frí heimsending á pöntunum yfir 9.800 kr

Ilmbanki íslenskra jurta

Ilmbanki íslenskra jurta er ilmupplifunarsýning um angan íslenskrar náttúru.

Sýningin er byggð á rannsóknarvinnu Nordic angan sem fólgst í að fanga angan íslenskrar flóru með því að eima plöntur og tré til að ná úr þeim ilmkjarnaolíu.

Með því að leika okkur aðeins með lykt íslenskar náttúru látum við reyna á lyktarskynfærið, þekkirðu lyktina, vekur hún upp minningar, Getur hún gert eitthvað fyrir líkama og sál. Við tengjum lyktir saman í Ilmmyndir þar sem gestir geta lesið uppskrift af augnabliki og fundið á saman tíma lyktina af augnablikinu.

Heimsókn I

Við leiðum gesti í gegnum upphaf, hæðir og dali rannsóknarinnar sem var upphaf Ilmbanka íslenskra jurta og segjum frá undraheimi jurtanna og töfrandi ilmum þeirra. Spurningum á borð við “Af hverju tengjum við ilmi við minningar?” er svarað og lyktarskynið örvað á nýjan og óvæntan hátt.

Gestir enda heimsóknina á að baða sig í rómaðri Ilmsturtu Nordic angan. Á leiðinni út geta þeir svo staldrað við í Nordic angan búð á meðan þeir dreypa á glasi af freyðandi jurtate. Í boði er bæði áfengt og óáfengt.

10% afsláttur í búð

Verð á mann: 2.500 kr (verð miðast við 5-20 manns í hóp)

Hægt er að aðlaga heimsóknir.


Heimsókn II

1,5 klst.

Heimsókn í Ilmbanka íslenskra jurta með leiðsögn.

Við leiðum gesti í gegnum upphaf, hæðir og dali rannsóknarinnar sem var upphaf Ilmbanka íslenskra jurta og segjum frá undraheimi jurtanna og töfrandi ilmum þeirra. Spurningum á borð við “Af hverju tengjum við ilmi við minningar?” er svarað og lyktarskynið örvað á nýjan og óvæntan hátt.

10-15 mín ganga um Álafosskvos með Hildi Margrétardóttur, höfundi heimildarmyndarinnar Álafoss - Ull og ævintýri.

Innlit til hnífagerðarmeistarans Palla Kristjánssonar

Gestir enda heimsóknina á að baða sig í rómaðri Ilmsturtu Nordic angan. Á leiðinni út geta þeir svo staldrað við í Nordic angan búð á meðan þeir dreypa á drykk hússins. Í boði er bæði áfengt og óáfengt.

10% afsláttur í búð

Verð 3.900 kr. á mann (verð miðast við 10-15 manns í hóp)

Hægt er að aðlaga heimsóknir.

Sendu okkur póst á nordicangan@gmail.com eða hafðu sambandi í síma 6933858 og bókaðu fyrir hópinn þinn!

Icelandic
Icelandic