Ilmsturtan ° Scented shower

 

 

Ilmsturtan - Hleyptu náttúrunni inn

 

Ilmsturtan er köld "þurrgufusturta" með íslenskum ilmkjarnaolíum framleiddum af Nordic angan. Ilmurinn skilar sér sem köld þurrgufa út í andrúmsloftið. Skógarloftið veitir ekki aðeins vellíðan heldur eru sterkar vísbendingar um að það bæti ónæmiskerfið okkar. Þróunarvinna Nordic angan frá stofnun fyrirtækisins hefur meðal annars falist í rannsóknarvinnu,  efnagreiningu á hátt í þriðja tug íslenskra jurta. Verkefnð snerist um að  rannsaka plöntur, grös og tré sem innihalda ilmkjarnaolíur og, með mismunandi eimingaraðferðum að einangra þær í formi ilmkjarnaolíu eða kjarnamassa/”absolute". Þessi aðferð hefur hvorki verið notuð né skjalfest á íslenskum plöntum, grösum og trjám og er þessi rannsóknarvinna mikilvægur þáttur í menningararfleifð okkar Íslendinga sem höfum frá örófi alda notast við náttúrumeðferð við öllum þeim kvillum sem okkar formæður- og feður hafa þurft lækningu eða líkn við.

 

Skógarböð - Shinrin-yoku

 

Skógarböð eða Shinrin-yoku (sem þýðir í raun bara að vera í návist trjáa) urðu hluti af opinberri heilsuáætlun í Japan árið 1982. Rannsóknir japanskra og kóreskra vísindamanna, m.a. í Nippon Medical School í Tokyo og Chiba University, hafa sýnt fram á að skógarböð lækka blóðþrýsting, draga úr streituhormónum, bæta ónæmiskerfið og almenna vellíðan. Ástæðuna má finna í ilmkjarnaolíum eða phytoncides sem trén framleiða og gefa frá sér til að verjast bakteríum og skordýrum og hefur einnig sýnt fram á heilsubætandi áhrif fyrir mannslíkamann. Skógarloftið hefur því ekki eingöngu hugræn vellíðunaráhrif á okkur manneskjur heldur benda rannsóknir til þess að það bæti ónæmiskerfið. 


Fyrir þau sem njóta ekki þeirra forréttinda að komast útí skóg reglulega færir Nordic angan: Ilmsturtuna - hleyptu náttúrunni inn. Njóttu þess að anda að þér heilsubætandi ilm skógarins og baða þig i angan íslenskrar náttúru.


 

Ilmsturta Nordic angan var frumsýnd á HönnunarMars 2019 í Fischer en hefur nú verið færð í höfuðstöðvar Nordic angan í Álafosskvos. Hægt er að leigja ilmsturtuna fyrir viðburði og uppákomur. Hafið samband við okkur til að fá frekari upplýsingar í síma: 6933858 eða nordicangan@gmail.com

 

 

Scented shower – Let nature in

The installation/project scented shower was presented at design march 2019. Our aim was to make an installation experience by using the essential oils that we produce, disperse them into the air to be inhaled and easily absorbed by the body.

The shower works like a huge essential oil diffuser, the equipment consists of ultrasonic sound waves that is used to break down the essential oils into micro particles, allowing the oil to be dispersed as a very fine cold mist using only water and essential oils.  We decided to have a connection to the Shinrin-yoku which is a term that means “taking in the forest atmosphere" or "forest bathing." It was developed in Japan during the 1980s and has become a cornerstone of preventive health care and healing in Japanese medicine. The trees release antimicrobial essential oils, called phytoncides, that protect trees from germs and have a host of health benefits for people.

 

Shinrin-yoku

Forest bathing or Shinrin-yoku (which means basically just being in the presence of trees) became part of a public health program in Japan in 1982. Research by Japanese and Korean scientists, i.a. at the Nippon Medical School in Tokyo and Chiba University, have shown that forest baths lower blood pressure, reduce stress hormones, improve the immune system and ease general well-being. The reason can be found in essential oils or phytoncides produced by the trees and released to protect against bacteria and insects. The forest air doesn’t just make you feel good, but it actually seems to improve your immune system.

 For those who do not get out into the woods regularly, Nordic angan brings you Scented shower – Let nature In. Enjoy breathing the healthy aroma of the forest without having to leave home.