Ilmsturtan / Forest shower

 Ilmsturta Nordic angan sem var frumsýnd á HönnunarMars 2019 í Fischer hefur nú verið færð í höfuðstöðvar Nordic angan í Álafosskvos. Ilmsturtan er köld þurrgufusturta með íslenskum ilmkjarnaolíum sem bæta, hressa og kæta. 

Skógarböð eða Shinrin-yoku (sem þýðir í raun bara að vera í návist trjáa) urðu hluti af opinberri heilsuáætlun í Japan árið 1982. Rannsóknir japanskra og kóreskra vísindamanna, m.a. í Nippon Medical School í Tokyo og Chiba University, hafa sýnt fram á að skógarböð lækka blóðþrýsting, draga úr streituhormónum, bæta ónæmiskerfið og almenna vellíðan. Ástæðuna má finna í ilmkjarnaolíum eða phytoncides sem trén framleiða og gefa frá sér til að verjast bakteríum og skordýrum. Skógarloftið lætur manni ekki bara líða vel heldur virðist það í raun bæta ónæmiskerfið. Fyrir þá sem ekki komast út í skóg reglulega færir Nordic angan: Ilmsturtuna - hleyptu náttúrunni inn. Njóttu þess að anda að þér heilsubætandi ilmi skógarins án þess að þurfa að fara að heiman.

Hægt er að leigja ilmsturtuna fyrir viðburði og uppákomur. Hafið samband við okkur til að fá frekari upplýsingar í síma: 6933858 eða nordicangan@gmail.comEnglish:

Forest Shower – Let nature in

Forest bathing or Shinrin-yoku (which means basically just being in the presence of trees) became part of a public health program in Japan in 1982. Research by Japanese and Korean scientists, i.a. at the Nippon Medical School in Tokyo and Chiba University, have shown that forest baths lower blood pressure, reduce stress hormones, improve the immune system and ease general well-being. The reason can be found in essential oils or phytoncides produced by the trees and released to protect against bacteria and insects. The forest air doesn’t just make you feel good, but it actually seems to improve your immune system.
For those who do not get out into the woods regularly, Nordic angan brings you Forest Shower – Let nature In. Enjoy breathing the healthy aroma of the forest without having to leave home.