RAUÐGRENI Ilmkjarnaolía
Rauðgreni ° Norway spruce ° Picea abies
Glasið inniheldur 5ml af 100% hreinni ilmkjarnaolíu gufueimaðri úr greninálum Rauðgrenis.
Lykt
Dásamlega fersk með vott af sítrónu. Sæt furulykt. Fyrir marga er þetta hinn sanni ilmur jólanna.
Þjóðfræði
Hjá sumum ættbálkum frumbyggja norður ameríku eru grenitré tákn himisins og stefnuverðir norðursins.
Virkni
Sérstaklega kvíðastillandi og róandi. Góð fyrir öndunarfærin, örvar ónæmiskerfið, bakteríudrepandi.


