10% off all products in October with the code Haust10

Ilmbanki íslenskra jurta lifandi sýning í Hönnunarsafni Íslands

Ilmbanki íslenskra jurta - lifandi sýning í Hönnunarsafni Íslands

Í byrjun sumars fengum við aðsetur í Hönnunarsafni Íslands. Hugmyndin var að setja upp lifandi sýningu á rannsóknarverkefni okkar Ilmbanki Íslenskra jurta, ásamt því að vera með litla vinnuaðstöðu/rannsóknarstofu fyrir verkefnið.

Með þessu móti gátum við leyft fólki að fylgjast með framvindu verkefnisins. rannsóknin snéri um að rannsaka plöntur, grös og tré sem innihalda ilmkjarnaolíur og reyna með mismunandi eimingaraðferðum að ná þeim í formi ilmkjarnaolíu eða kjarnamassa/absolute. Árangurinn hverju sinni var svo settur í merkt glös sem lágu frammi í sýningarrými verkefnisins til að gestir og gangandi gætu fundið lyktina.

Viðtökurnar fóru framúr okkar björtustu vonum og mætti oft sama fólkið aftur og aftur til að fylgjast með. Það kom okkur einnig á óvart hvað það gerði mikið fyrir verkefnið í heild sinni að leyfa fólki að hafa beinan aðgang að því í fallegu sýningarrými safnsins. Það kom svo á daginn að íslensk og erlend fyrirtæki fóru einnig að sýna okkur mikinn áhuga  og var því ákveðið að stækka verkefnið og halda áfram frekari rannsóknum.

sýningin stendur yfir til loka október og þökkum við Hönnunarsafni Íslands kærlega fyrir ákaflega gæfuríkt og fallegt samstarf!

 

Jurtirnar sem við rannsökuðum voru:

 1. Sitkagreni (Picea sitchensis)
 2. Stafafura (Pinus contorta)
 3. Fjallaþinur
 4. Einir 
 5. Lindifura 
 6. Bergfura 
 7. Birki 
 8. Birkitjara
 9. Archangelica Hvannarfræ
 10. Archangelica Hvannarrót
 11. Beltisþari
 12. Bóluþang
 13. Hey
 14. Melgresi
 15. Rabbabari
 16. Blóðberg
 17. Rauðsmári
 18. Vallhumall
 19. Kindaskítur
 20. Spánarkerfill
 21. Ilmreyr
 22. Krækiberjalyng
 23. Fjalladalafífill
 24. Kúmen
 25. Gulmaðra
 26. Sortulyng
 27. Mjaðjurt
 28. Horblaðka
 29. Mosi Evernia prunastri L

 

 

 

 

← Older Post Newer Post →Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

English
English